Fimmtán fréttamönnum Ríkisútvarpsins var sagt upp til sparnaðar og einum í markaðsdeild. Eftir það starfa 25 á markaðsdeildinni. Í rúman áratug hafa markaðsmál verið alfa og ómega fjölmiðla. Ráðnir hafa verið markaðsstjórar, atburðastjórnendur, almannatenglar, blaðurfulltrúar, gulmiðafræðingar og ímyndunarstjórar. Yfirleitt á hærra kaupi en blaðamenn. Þessir sérfræðingar í sjónhverfingum sjúga fjármagnið úr fjölmiðlum og gera þeim ókleift að hafa blaðamenn í vinnu. Ríkisútvarpið er í sama vítahring og aðrir fjölmiðlar okkar. Vinnandi starfsmenn eru slegnir af, en silkihúfur sitja sem fastast.