Síminn okrar

Punktar

Síminn vill ekki viðurkenna, að 250 króna seðilgjald sé okur á kostnaði við útskrift, pappír og póstun reikninga. Það rétta er, að sérstakt umstang við reikninga umfram pappírslaus viðskipti er um 50 krónur. Tæplega eða um það bil 200 krónur af hverjum reikningi er hreint okur. Réttmætt er að kvelja Símann og önnur okurfyrirtæki, sem stunda þetta. Síminn er alls ekki að spara pappír og vernda umhverfið, þegar hann okrar á seðilgjaldinu. Lengi hafa glæpamenn veifað biblíunni og vafið sig þjóðfánanum. Umhverfismál þjóna sama hlutverki hjá Símanum.