Þegar Sigmundur Davíð varð uppvís að fé í skattaskjóli, mótmæltu tugþúsundir á Austurvelli. Hann varð að segja af sér forsætis. Nú er vitað meira um upphæðir, sem hafðar voru af ríkinu á þennan hátt. Og vitað er, að verðandi forsætis er uppvís að fé í skattaskjóli, svo og öll hans ætt. Við sjáum til, hvað verður um mótmæli og hvort bófinn verður hrakinn úr virðingarsessi. Íslendingar kunna að kvarta og kveina, en gefast jafnan upp í miðjum klíðum. Kom í ljós í kosningum þessa vetrar, þegar Engeyingar hlutu aukinn stuðning til að hafa fé af þjóðinni. Ef skattamál væru hér eins og á Norðurlöndum, hefðum við efni á þeirra velferð.