Símon Bólivar mættur

Punktar

Meðan valdamenn viðskipta og stjórnmála Vesturlanda hittust á Davos ráðstefnunni í Sviss, hittust valdamenn þriðja heimsins, uppreisnarafla og minnihlutahópa á ráðstefnu í Porto Alegre í Brasilíu. Dagskrárliðir voru 4000 og fulltrúar voru frá 3000 hópum. Stjarnan þar var var forseti Venezúela, Hugo Chavez, klæddur rauðum Che Guevara-bol. Hann flutti ræðu við lokaathöfnina, þar sem allt gekk af göflunum af hrifningu. Chavez er orðinn að Símon Bólivar nútímans og veittist að George W. Bush, Tony Blair og nýfrjálshyggjunni í ræðu sinni. John Vidal segir frá þessu í Guardian.