Símtalið fræga birt

Punktar

Endurbirt hefur verið símtal Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde klukkan 11.57 mán­udag­inn 6. októ­ber 2008. Símtalið var leyndó í 9 ár, en er nú birt í framhaldi af kröfu útgáfufélags Kjarnans. Skrítið, að Davíð segir í kynningu símtalsins, að fjárlaganefnd hafi aldrei spurt sig um innihaldið. Reynir að flytja leyndóið yfir á herðar nefndarinnar, þótt sjálfur hafi hann alltaf þvælzt fyrir birtingu þess. Í símtalinu segist hann geta skafið síðustu 50 milljarða evra Seðlabankans til að hindra gjaldþrot Kaupþings, en þá mundu Landsbankinn og Glitnir hrynja sama dag. Kaupþing fékk aurinn, en bankakerfið hrundi. Þarna díla herrar, sem bera ekkert skynbragð á verkefni sín.