Á áróðursfundinum í Hörpu í lok nóvember lofaði Sigmundur Davíð reiknivél í næstu viku. Þar átti allur almenningur að geta séð, hversu mikið hann græddi á aðgerðum í þágu heimila. Ótal mörgum vikum síðar, um daginn, spurði Helgi Hjörvar, hvað hefði orðið um þessa frábæru reiknivél. Í skapofsa svaraði SDG því engu, en úthúðaði Helga. Sagði hann reyna að koma illu af stað, að gera sem flesta óánægða og að framkalla óöryggi fólks. Þannig getur hann ef til vill hagað sér í þingflokki fávita Framsóknar, en tæpast á almannafæri. Hinn síreiði SDG þarf að fara að leita sér faglegrar hjálpar við skapofsanum.