Hálfan annan tíma kostar að kanna verð í fiskbúðum á höfuðborgarsvæðinu, ef farið er alla leið í Hafnarfjörð. Skrifa niður verðið á stöðunum. Það væri alvöru-könnun. Ég hef lengi beðið eftir slíkri. Hún hefur ekki komið í heilt ár. Fréttablaðið situr hins vegar á rassinum og hringir. Síminn er alls góðs maklegur, en kemur ekki í stað vettvangs-rannsóknar. Fisksalarnir svara eins og bezt hljómar eða neita að svara. Enda vantar allar dýrustu og vinsælustu búðirnar í verðkönnun gærdagsins. Könnunin gaf skakka mynd af svigrúmi fiskverðs til neytenda. Fátækir fjölmiðlar fara of lítið á vettvang.