Apótekið … Japanskir smáréttir eru dæmi um cuisine ethnologique á Apótekinu, skyr með jarðarberjum er dæmi um cuisine touristique, grilluð rauðspretta með japanskri basilíku er dæmi um cuisine fusion, saltfiskur með kardimommusósu, kartöflum og svínahöm er dæmi um cuisine neoclassique og steiktur lax með fenniku er dæmi um cuisine nouvelle. Apótekið hefur sitt lítið af hverju, hér vantar bara cuisine terroir. … Húsakynnin eru hin beztu hér á landi, glæsilegur salur og fagurlega innréttaður mitt á milli alþingishússins og forsætisráðuneytisins. Samt er sorglegt, að einstæðar innréttingar Reykjavíkurapóteks hafa verið rifnar, þar sem nú er bar og kaffistofa. …