Sjá hér hvað illan enda

Punktar

Hrun ríkisstjórnarinnar sést bezt af fylgistölum kannana í Reykjavík. Einu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn 50% flokkur í Reykjavík og átti lengst af meirihluta í borgarstjórn. Núna hefur hann innan við fjórðung. Þetta litla fylgi sést í hverri könnun á fætur annarri. Framsókn má líka muna fífil sinn fegurri. Er að deyja í borginni, fær 2-3% atkvæða. Flokkar, er lofa villt og galið og standa ekki við neitt, hanga um síðir í eigin snöru. Fyrsta færi til að refsa þeim er í kosningunum í vor. Að minnsta kosti eru Reykvíkingar þegar búnir að ákveða sig: „Sjá hér hvað illan enda ótryggð og svikin fá.“