Sjáið bara Keflavík

Punktar

Kannanir sýna, að þjóðin hafnar einkavæðingu helztu stofnana sinna, þar á meðal Landsvirkjunar, Ríkisútvarpsins og jafnvel Landsbankans. Þar á ofan vex sá meirihluti með hverju ári. Áherzla bófanna hefur færst yfir á Landspítalann, er lengi hefur verið bófunum þyrnir í augum. Kristján Þ. Júlíusson ráðherra reyndi í vetur að ýta honum fram af brúninni og olli mörgum miklu heilsutjóni. Draumar bófaflokkanna tveggja í ríkisstjórn stangast á við þjóðarviljann. Enda er fylgi bófanna dottið í 37%. Vonandi fá þeir hæfilega refsingu í næstu kosningum. Fólk fattar, að einkavæðing grunnstoða samfélagsins hæfir ekki, sjáið bara Keflavík.