Sjaldséð tillitssemi

Punktar

Ánægjulegt er að sjá, að hönnuðir útisundlaugar við Sundhöll Reykjavíkur taka fullt tillit til hinnar sögufrægu byggingar. Því miður hefur svo ekki alltaf verið í byggingarsögu Reykjavíkur. Má þar næstfrægasta nefna viðbygginguna við Landsbankann og frægasta nefna Landspítalalóðina, þar sem hver stíllinn er við hlið annars, því yngri því verri. Það er álíka fráleitt og þegar nýmóðins leikstjórar eru að afbaka Shakespeare, af því að þeir þykjast geta endurbætt það, sem var fullkomið fyrir.