Áhrif Marine Stewardship Council aukast hratt. Þrettán hundruð fyrirtæki hafa tekið upp vottunarreglur samtakanna um sjálfbæran sjávarútveg. Jafnvel nokkur íslenzk, svo sem Icelandic. Samtök kvótagreifa hafa lengi hatast við MSC og viljað sjálf gefa út eigin vottorð. Alveg eins og landbúnaðurinn vill sjálfur votta, að íslenzkur landbúnaður sé “vistvænn”. Slík eigin vottun er auðvitað marklaus. Tregða samtaka kvótagreifa skaðar íslenzkan sjávarútveg, því að í hratt auknum mæli vilja kaupendur, að fiskur hafi MSC-vottun. Fyrir rest verður íslenzkur fiskur óseljanlegur vegna sérdrægni og heimsku kvótagreifa.