Auðhyggja nútímans temprast helzt af félagshyggju. Þannig hafa Norðurlönd og Þýzkaland fundið millileið, sem reynist vel. Annars staðar er auðhyggjan meira eða minna stjórnlaus. Það leiðir óhjákvæmilega til dauða hennar. Komið hefur í ljós, að mikið vill meira. Græðgi auðhyggjufólks eru engin takmörk sett. Einkum er auðhyggjuflokkum á borð við Sjálfstæðis og Framsókn illa við eftirlit hins opinbera. Í háði kalla þeir það eftirlitsiðnað, atvinnu fyrir aumingja. Með sama áframhaldi tekst auðhyggjunni að gera meirihluta almennings svo fátækan, að hann getur ekki keypt afurðir auðhyggjunnar. Þannig verður hún sjálfdauð.