Sjálfhverfa í imbakassa

Fjölmiðlun

Andri Freyr er sjálfhverfari sjónvarpsmaður en Gísli Einarsson. Meira í mynd sjálfur. Við sjáum þetta víðar í sjónvarpi. Einu sinni ætlaði ég að fylgjast með erlendum ferðaþáttum Discovery í sjónvarpi. Komst að raun um, að þeir snerust ekki um spennandi staði, heldur um persónu þáttastjóranna. Ég vildi hins vegar sjá merkilega staði. Þá fór Ian Douglas Wright á Globe Trekker um tíma meira í taugarnar á mér en aðrir menn í heiminum. Síðan uppgötvaði ég, að sjálfhverfa er einmitt það, sem imbakassafólkið sækist eftir. Því varð Andri Freyr svona vinsæll. Þess vegna hætti ég að horfa á Discovery Travel.