Sjálfhverfar kynslóðir

Punktar

Stundum eru menn reiðir á fésbók og aldrei rauðari en eftir skrif Sighvats Björgvinssonar um kynslóðir. Kallar 30-45 ára fólk “sjálfhverfu kynslóðina”. Fær viðskotaill svör um, að eldra fólk sé blóðsugur. Hvort tveggja er skakkt. Mælingar á skoðunum fólks hér á landi sýna, að kynslóðin 18-29 ára er sjálfhverfasta kynslóðin, mest fyrir ég-um mig-frá mér-til mín. Síðan minnkar sjálfhverfan með aldrinum og er minnst hjá gamlingjum. Athyglisvert er þó, að munur kynslóðanna er lítill. Athyglisverðast, að allar kynslóðir Íslendinga eru sjálfhverfar. Allir tapa í deilunni og geta hætt að rífast.