Sjálfhverfir í vanskilum?

Punktar

Sighvatur Björgvinsson hefur lag á að æsa menn, enda fer hann með viðkvæmt mál: Forsendubrest sjálfhverfra vanskilamanna. Fleiri hafa fjallað um þetta, til dæmis forsíða Time: “Me-Me-Me”. Hallgrímur Óskarsson samskiptafræðingur segir, að fólk hugsi núna meira um sjálft sig. Þetta má kalla “ég um mig frá mér til mín” kynslóðina. Sighvatur segir, að 16.000 heimili hafi verið á vanskilaskrá fyrir hrun. Hafi aðeins fjölgað um 9.000 við “forsendubrest” hrunsins. Ekki er nóg að æsa sig gegn Sighvati, betra er að koma með rök. Er risin kynslóð sjálfhverfra vanskilamanna, sem vilja láta redda sér úr sukki?