Enginn hagfræðilegur ágreiningur er um meginvanda vestrænna þjóða: Tekju- og eignamunur á vesturlöndum víkkaði mjög á síðustu áratugum 20. aldar og fyrstu áratugum 21. aldar. Hinir allra ríkustu verða sífellt ríkari, en þeir fátækustu dragast aftur úr. Án byltingar er ekkert, sem getur hindrað, að nýfrjálshyggja vesturlanda fremji sjálfsmorð. Pólitíkin verður að spyrna við fótum og jafna aðstöðu fólks. Annars endar þetta með byltingu. Fáránlegt er að ímynda sér, að fólk muni endalaust sætta sig við arðrán og sífelldar kreppur nýfrjálshyggjunnar. Við þurfum strax að skattleggja ofurtekjur, ofureignir og séraðgang að auðlindum.