Sjálfstæðisflokkurinn á IceSave

Punktar

Geir H. Haarde lýsti ábyrgð Íslands á IceSave í október 2008. Bjarni Ben, þáverandi þingflokksformaður, studdi það opinberlega. Davíð Oddsson og Geir reyndu að mismuna íslenzkum og erlendum innistæðueigendum. Það tókst ekki, Davíð og Árni Mathiesen gengu þá frá samningi Baldurs Guðlaugssonar við þau lönd fyrir árslok 2008. Um, að Ísland greiddi IceSave með 7,25% vöxtum. Það er bókfært. Allt IceSave ruglið var naglfast. Síðan var reynt að laga málið. Niðurstaðan er 3,2% vextir. En gullfiskaminni stuðningsmanna Davíðs og Geirs nær ekki aftur til 2008. Sjálfstæðisflokkurinn á þó IceSave með húð og hári.