Skil vel, að fylgismenn Sjálfstæðisflokksins flykkist í Framsókn. Nokkurn veginn sami flokkurinn með meiri þjóðrembu og stórkarlalegri kosningaloforðum. Framsókn er stóriðjuflokkur, sem vill virkja alls staðar. Um það eru til vitnis þingmenn hans. Framsókn er kvótagreifaflokkur, sem hafnar ákvæðum í stjórnarskrá um þjóðareign auðlinda. Um það eru til vitnis þingmenn hans. Þrátt fyrir loforð flokksins um annað voru þeir harðari á þessu en Sjálfstæðis. Yfirvofandi gerðir flokka sjást af málflutningi á Alþingi, ekki af loforðum. Engu máli skiptir, hvernig kjósendur raðast á þessa tvo flokka. Saman eru þeir SjálfstæðisFramsókn.