Sjálfstraust nægir ekki

Punktar

Traust snýst ekki um, hvort Benedikt Bogason treystir sér til að dæma í máli þar sem bíóvinur hans er verjandi. Gæti verið svo, ef fólk bæri traust til valdastéttarinnar. Traustið væri þá byggt á gamalli og góðri reynslu. Slíku er ekki til að dreifa hér á landi. Meira eða minna vantraust ríkir á allri valdastétt landsins, þar með töldum hæstaréttardómurum. Við þær aðstæður snýst traust um traust almennings, en ekki um traust valdsmanna á sjálfum sér. Þegar Benedikt Bogason og Jón Steinar Gunnlaugsson taka að sér að dæma þann, sem Davíð mikli kallar “valinkunnan sómamann”, er vissulega ills von.