Sjálfsvíg auðhyggju

Punktar

Auðjöfurinn Nick Hanauer segir auðhyggjuna fremja sjálfsvíg. Óseðjandi græðgi yfirstéttarinnar magni stéttaskiptingu og geri aðra að öreigum. Hanauer flutti frægan fyrirlestur um þetta, boðaði byltingu fátæklinga, vopnuðum heykvíslum. Skopaðist að brauðmolatrú hagfræðinga í Bandaríkjunum, Bretlandi og Íslandi. Sagði hagvöxt eiga að snúast um bætt líf lægri stétta. Hvatti ríki til að taka upp lágmarklaun að hætti 15 dollaranna í Washington-ríki. Það eru 2000 krónur á tímann. Heyrirðu það, Gylfi Arnbjörns? Sagði það ekki setja atvinnulíf á haus, heldur gera fólki kleift að kaupa vörur og þjónustu frá fyrirtækjum auðmanna.

Fyrirlestur Hanauer