Fylgistap Samfylkingarinnar er þríþætt. Í fyrsta lagi hafa ráðherrar hennar fjarlægzt velferð og nálgazt frjálshyggju. Í öðru lagi hafa þeir fjarlægzt umhverfisvernd og nálgazt stóriðju. Í þriðja lagi er formaður hennar dottin í rugl. Hún hefur tekið við öllum arfi Framsóknar. Þeytist um heiminn til að afla stuðnings drullusokka við framboð Íslands í öryggisráðið. Axlar ábyrgð ríkisins á fólsku Bandaríkjanna og Nató í fjarlægum álfum. Ferðast meira að segja í einkaþotu. Samfylkingin hefur kastað frá sér velferð og umhverfisvernd og rekur firrta utanríkisstefnu. Þetta kostar mikið fylgi.