Sjálfvirkar umsóknir

Punktar

Haraldur Flosi Tryggvason stjórnarformaður og Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur tala eins og véfréttin í Delfí. Enda er tilgangurinn að villa um fyrir fólki. Þeir sóttu í júlí um endurnýjun rannsóknarleyfis fyrir virkjun Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Samt segja þeir sig vilja gjarna losna úr samstarfinu við heimamenn um þessa virkjun. Eins og umsóknir um endurnýjun séu einhverjar sjálfhreyfivélar, sem gangi bara og gangi án afskipta manna. Billeg skýring þeirra. Stjórn veitunnar og pólitíkusar Reykjavíkur fengu ekki að vita. Þeirra er nú að skrúfa niður æðibunukollana.