Sjálfvirkur einkagróði

Punktar

Rafræn skilríki einfalda starf stofnana og fyrirtækja og spara fyrirhöfn. Samt á almenningur að borga fyrir þau. Áður fyrr hafði fólk íslykil og það var alveg nóg dulkóðun. Þá var stofnað einkafyrirtæki um rafræn skilríki, fyrst auðkennislykil. Hann var frír og því verður hann lagður niður um áramót. Þá fer fólk að borga fyrir hvert sinn, sem það skoðar heimabankann. Fyrstir eru bankarnir og svo koma aðrir. Fólk er skyldað til að hafa rafræn skilríki. Einkafyrirtæki græðir á tá og fingri út á einkaleyfi frá fjármálaráðherra einkavinanna. Gefið er hlutverk ríkisins, svo að pilsföldungar geti okrað á því eina, sem þeir kunna, – að stela.