Sjáum ekki borgaralaunin

Punktar

Við lifum í herbergi með einum glugga. Út um gluggann sjáum við sumt fyrir utan. Við sjáum ekki hitt og viljum því ekki tala um það. Borgaralaun er eitt af því, sem ekki má tala um. Fitji einhver upp á umræðu um þau, þegja menn bara og tala um annað. Stöku sinnum þóknast mönnum að lýsa frati á vitleysuna: Borgaralaun! Og hver á að borga? Fáránlegt! Samt er tækniþróun að hraða sér svo hrikalega, að sjálfstýrðir bílar koma á götuna eftir tvö ár. Eftir tíu ár verða vélmenni búin að taka yfir verkefni fjölmennra hópa. Með tilsvarandi atvinnuleysi. Hvernig á þá að leysa þann vanda? Með borgaralaunum. Við þurfum núna að fjalla um borgaralaun.