Sjítar sigra

Punktar

Allt bendir til, að framboðslisti sjíta muni sigra í kosningunum í Írak í þessum mánuði, enda eru þeir helmingur kjósenda og taka kosningarnar alvarlega, sem súnnítar gera ekki. Sjítar muni í tímans rás stuðla að trúarofstæki og halla sér að sjítaríkinu Íran í utanríkismálum. Jafnframt mun verða borgarastyrjöld í landinu milli minnihluta súnníta og stjórnvalda. Það þýðir, að áfram verður barizt um olíuna og engin uppbygging í landinu, frekar en verið hefur undir stjórn Bandaríkjanna. Þeir verða að læðast í burtu með skottið milli fótanna rétt eins og þeir gerðu í Vietnam.