Sjö aðstoða Sigmund

Punktar

Sigmundur Davíð hefur slegið Íslandsmet í fjölda aðstoðarmanna. Er kominn með sjö. Eins og Parkinson benti á, tekur mikinn tíma að stjórna slíkum fjölda manns. Ekki er von, að forsætis hafi tíma aflögu til að mæta á ríkiskontórinn eða á alþingi. Hins vegar hefði maður getað reiknað með, að einhver þessarra silkihúfna gæti sett saman frambærilegar ræður fyrir SDG. Eða kennt honum að umgangast gagnrýnendur án þess að fara á hvolf. En hvorugu er til að dreifa. Ætli silfurskeiðungurinn loforðaglaði þurfi ekki að fá sér áttundu og níundu silkihúfuna til að redda þessu. Búinn að skera svo mikið í heilbrigðisþjónustu.