Sjö treggreindir lagatæknar

Punktar

Sjö treggreindir lagatæknar spyrja spurningar: “Af hverju hafa Bretar og Hollendingar ekki stefnt íslenska ríkinu fyrir dóm til greiðslu á Icesave-kröfunum fyrst þeir telja okkur eiga að borga.” Svarið er einfalt. Af því að Ísland hefur lofað að borga. Ótal sinnum. Meira að segja mörgum sinnum árið 2008. Og allar götur síðan. Engin ástæða er til að höfða mál gegn þeim, sem lofar að borga. Jafnvel þótt tregir menn trúi, eins og Reimar Pétursson, að málflutningur sé æðsta birtingarmynd mannlegra samskipta! Minna treggreint fólk veit af reynslu, að sættir eru æðri birtingarmynd en slagur lagatækna.