Sjóðir tæta velferðina

Punktar

Tólf lífeyrissjóðir launafólks fjárfesta í heilbrigðisfyrirtækjum Ásdísar Höllu Bragadóttur í Garðabæ, sem er stefnt gegn velferðarkerfi spítalanna. Taka þátt í niðurrifi ókeypis þjónustu á vegum ríkisins til að rýma fyrir einkagróða að bandarískri fyrirmynd. Einkarekin heilsuþjónusta þar vestra er tvöfalt dýrari en ríkisrekin heilsuþjónusta í Norður-Evrópu og nær samt aðeins til hálfrar þjóðarinnar. Hún er þannig fjórum sinnum óhagkvæmari en þjónustan í Evrópu. Dæmigert fyrir græðgisvæðingu verkalýðsrekenda. Þeir ganga fram fyrir skjöldu við að rífa niður velferðarkerfi, sem forverarnir byggðu upp á siðaðri tímum.