Sjóðir tapa á okri

Punktar

Eitthvað verður undan að láta, þegar Costco yfirtekur fjórðung af neyzluverzlun þjóðarinnar. Hef enga trú á, að verzlunarkeðjur ráði við byltinguna. Geta ekki lækkað verð að gagni, því að þeir kunna ekki að verzla með lágri álagningu. Eru háðir okri eins og fyllibyttan brennivíni. Greifar eins og Hagar-Hagkaup-Bónus fara bara á hausinn og banksterar afskrifa andlátið. Viðskiptafólk banka borgar brúsann. Ekki má heldur gleyma lífeyrissjóðunum, sem hafa fjárfest gríðarlega í okurverzlun. Þeir munu tapa fé lífeyriseigenda og gera fólki mjög erfitt að lifa í ellinni. Þegar öll keðja spillingarinnar rofnar, verður vonandi fjandinn laus.