Árið 2007 stendur enn yfir hjá Icelandair og Framtakssjóði lífeyrissjóðanna. Sjóðurinn spýtti þremur milljörðum af fé lífeyrisþega inn í Icelandair. Þá tók Björgólfur Jóhannsson forstjóri til óspilltra málanna. Notaði féð í að kaupa lúxusbíla handa yfirmönnum fyrirtækisins. Land Cruiser, Pathfinder, Lexus og fleiri dýrar tegundir. Lífeyrissjóðirnir urðu frægir að endemum í hruninu. Eftir það kom í ljós, að þeir höfðu brennt peningum lífeyrisþega í alls konar vafstur andstætt reglum sjóðanna. Nú hafa þeir myndað sérstakan Framtakssjóð, sem heldur uppteknum hætti ársins 2007 sællar minningar.