Lífeyrissjóðirnir og fjárfestingarfélög þeirra hafa farið illa út úr tilraunum til að græða á stóriðju. Þátttaka í þjónustu við olíuævintýrið mikla á Drekanum kostaði lífeyrisþega milljarða á einu ári. Nú er vinsælast að fjárfesta í kísil, sem hríðfellur í verði og mun valda lífeyrisþegum tugmilljarða tjóni. Ríkið þarf að ríða inn í kastala lífeyrissjóðanna og fjárfestingarsjóða þeirra. Taka höndum bófana, sem stjórna þeim gegn hagsmunum fólksins. Galdradrengir verkalýðsrekenda og atvinnurekenda mega ekki koma nálægt fjárfestingum. Setja þarf sjóðina saman í nokkra sjóði og ráða útlendinga yfir þá, undir ströngu eftirliti ríkisins.