Þegar ég segi Alþjóða gjaldeyrissjóðinn gefa vond ráð, eru það ekki íslenzk sannindi. Engin endurspeglun á þjóðernishroka og villimennsku Íslendinga, sem neita að fara að leikreglum. Vísa til erlendra manna, sem hafa gagnrýnt sjóðinn. Hafa eins og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz rakið feril sjóðsins, sem er vægast sagt hörmulegur. Gagnrýni á sjóðinn er aðskilin því gegndarlausa rugli, sem þjóðrembingar halda á lofti. Um útlönd almennt, um erlendar stofnanir og um illskulegar ráðagerðir útlandsins í okkar garð. Sjóðurinn veitir ekki vond ráð af illsku, heldur af fáfræði og gerir enn.