Með risavöxnum lánum frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og nokkrum löndum ætla stjórnvöld að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð. Ekki til að verja krónugengið, því að þá mundi endurgreiðsla þessara lána bætast við súpuna, sem fyrir er. Raunar er stórfelld hætta á, að bjálfarnir í Seðlabankanum fari að sukka með þetta lánsfé. Þótt þeir geri það ekki, þá er hinn meinti gjaldeyrissjóður allur í skuld. Mun það efla traust útlendinga á íslenzka ríkinu, krónunni og viðskiptum við Ísland? Þeir, sem um þessi mál fjalla, fara með klisjur í síbylju. Gjaldeyrissjóður í skuld lagar enga stöðu, skarpar bara freistingu.