Sjóður magnar kreppu

Punktar

Nú er komið að því. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn verður að leyfa umtalsverða lækkun stýrivaxta hjá Seðlabankanum. Annað væri tilræði við efnahag okkar. Allir hagfræðingar eru sammála um, að tregða sjóðsins við að leyfa lækkun stýrivaxta á sér engin rök. Eina vörn sjóðsins er, að hann hafi aldrei leyft eins mikla lækkun og nú er krafizt. Það er léleg vörn, því að saga sjóðsins er samfelld saga mistaka. Kominn er tími til, að hann breyti til og taki rétta ákvörðun. Ekki er nóg að lækka stýrivexti niður í 10%. Í öllum nálægum löndum eru stýrivextir nálægt núlli. Háir stýrivextir tröllmagna kreppuna.