Engin sátt er um stefnu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hún er gamaldags trú á frjálshyggju og fjármagnseigendur. Sjóðurinn gerði illt vera í mörgum ríkjum heims, Argentínu, Chile, Suður-Kóreu, Rússlandi og víðar. Joseph Stiglitz nóbelshagfræðingur hefur skrifað þykka bók um afglöp sjóðsins um tíðina. Nú segir Stiglitz, að áherzla sjóðsins á háa vexti sé tómt rugl. Hann segir einnig, að áherzla hans á niðurskurð ríkisútgjalda sé líka tómt rugl. Lága vexti og opinberar framkvæmdir þurfi til að starta atvinnulífi á nýjan leik. Stiglitz telur sjóðinn rekinn á grundvelli úreltra trúarbragða.