Niðurstaðan getur orðið sú, að Sjóðurinn drepi Flokkinn. Gerist, ef Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn verður ráðandi trúfélag næstu tveggja ára. Þá verðum við illa stödd í kosningunum eftir hálft þriðja ár. Þá mun ríkja hér vesöld og fjöldagjaldþrot, grimmdarhatur á landsfeðrunum. Fólk verður þá búið að þræla fyrir Gordon Brown allan tímann. Góð leið til að losna alveg við Sjálfstæðisflokkinn. Oft er sagt, að minni sé stutt í pólitík, jafnvel bara þrír mánuðir. En hallæri fólks verður verra í kosningabaráttunni en það er nú. Geir Haarde óttast fylgisbrest og er skíthræddur að semja við Sjóðinn.