Sjónhverfingar á þingi

Punktar

Þú veizt, hvað gerist, þegar ráðamönnum finnst pólitísk umræða komin á óþægilegt stig. Þegar forsætisráðherra felur tvær hættulegar skýrslur fram yfir kosningar. Þegar hann vill ekki þurfa að svara fyrir árlegan tugmilljarða árlegan flutning peninga í skattaskjól. Þá er lagt fram frumvarp um bús í búðir. Þá fyllist fésbók af þvaðri um, hvort það muni drepa okkur eða bjarga. Á meðan er ekki minnst á skattaskjól á aflandseyjum eða annað brask bófa. Ef þetta dugir ekki, verður lagt fram frumvarp um lausagöngu katta. Þegar Proppé vill einkavæða heilbrigðiskerfið, birtist frumvarp um breytta klukku. Og þá er enn eftir frumvarp um flugvöllinn.