Sjónvarp drepur alla frásögn. Ferðaþættir breytast í bílferðir sögumanns, drykkju hans og hopp og hí með innfæddum. Náttúruþættir breytast í lífshættu sögumanns í nálægð villidýra. Sagnfræðiþættir breytast í skot af sögumanni að fara niður í gröf, upp úr gröf, upp á hól, niður af hól. Maður rétt sér píramídum og múmíum bregða fyrir. Umræðuþættir verða að rifrildi pólitíkusa og ópum áhorfenda. Allt snýst um sögumann, ekki um söguefni. Erlendis snúast heilar rásir um sjálfhverfu, rásir um mat, ferðir, náttúru, sögu, stjórnmál. Eðli sjónvarps er ímynduð skemmtun og engin fræðsla. Sjónvarp er óbærilegt.