Tölur um áhorf sýna meira hrun sjónvarps en er í lestri prentmiðla. Ungt fólk notar hvorugan fjölmiðilinn. Og unga fólkið kemur ekki, þótt sjónvarp sé poppað upp með rugli á borð við Hraðfréttir og Andra. Krúttin eru að gera annað. Vörn sjónvarps væri virkari, ef farið væri að sjónvarpa jarðarförum fyrir gamlingja. Á miðjum aldri færa margir sig yfir í safnmiðla á borð við Fréttagáttina, þar sem allir fjölmiðlar eru í einum graut. Mér nægir hún fullkomlega sem miðill innlendra frétta eins og Blogggáttin nægir mér sem miðill bloggs. Hefðbundnir fjölmiðlar fatta þetta alltof hægt og horfa fram á aukið tap næstu misserin.