Sjónvarpið laskast

Punktar

Ef hefðbundnir fjölmiðlar deyja vegna veraldarvefsins, deyr sjónvarpið fyrst, segir Spiegel. Mörg dagblöð hafa komið sér vel fyrir á vefnum og eru þar í sambandi við ungt fólk. Fáar sjónvarpsstöðvar eru í þeirri stöðu. Unga fólkið flýr þær eins og blöðin, en sækir ekki vefmiðla þeirra, heldur staði eins og MySpace, þar sem það lifir í firrtum heimi. Þar býr fólk sér til einkenni og persónuleika að eigin ósk og umgengst vini og kunningja, sem eru jafn óraunverulegir. Það horfir aldrei á sjónvarp, sem eykur þó ekki fréttir, heldur hraðar leið sinni yfir í veruleikafirringu fyrir óvita á efri árum.