Sjúki Brexit-karlinn

Punktar

Í gamla daga var Tyrkland kallað sjúki karlinn í Evrópu, stórveldi á brauðfótum. Nú er talað um Brexit-Bretland sem sjúka karlinn. Alþjóða gjaldeyrisbankinn spáir þar og í Bandaríkjunum minni hagvexti en annars staðar í heiminum. Evran hefur reynzt sterk, hækkar í gengi gegn dollar og pundi. Frakkland og Þýzkaland eru í góðum vexti. Meiri athygli vekur gengi Miðjarðarhafslanda bandalagsins, Ítalíu, Spánar og Grikklands. Það síðasta var í fyrra talið sjúki karlinn í Evrópu, en nú hefur Bretland tekið við háðsyrðinu. Spáin fyrir Ísland er eins góð og fyrir evrulöndin. Það stafar eingöngu af sprengingu í ferðaþjónustu, sem heldur áfram.