Sjúklingurinn beri ábyrgð

Punktar

Tómt mál er að tala um sátt í þjóðfélaginu. Hún var prófuð í sumar. Þá hljóp Flokkurinn frá fyrirvörum, sem hann hafði átt þátt í að semja. Hann mun gera slíkt aftur, undir aftursætis-bílstjórn Davíðs Oddssonar. Þótt Flokkurinn sé skyndilega orðinn hræddur við þjóðaratkvæði, er rétt að taka hóflegt mark á honum. Miklu nær er að láta slag standa og stefna í kosningu. Mikilvægt er, að þjóðin fái tækifæri til að standa andspænis ástandi, sem hún ber ábyrgð á. Þjóðin á banka-tilraunina miklu, sem brást. Og hún á neitun lýðskrumarans á Bessastöðum. Látum afneitunar-sjúklingana bera ábyrgð á eigin framtíð.