Sjúkraskýli Íslands

Punktar

Landspítalinn er hornsteinn íslenzkra heilsumála, kennsluspítali starfsliðs og samband landsins við erlenda lækningaþróun. Samt er hann enginn alvöruspítali eins og hliðstæð háskólasjúkrahús í Vestur-Evrópu. Hann líkist frekar því, sem kalla mætti sjúkraskýli á ófriðarsvæði. Eftir aðgerð er sjúklingum meira eða minna kastað út ótímabært til að rýma fyrir nýjum aðgerðum. Sjúklingar liggja á göngum og jafnvel í bílgeymslu, svo nefnt sé frægasta dæmið. Álag á starfsfólk er langt út úr kortinu. Skurðlæknar ná ekki yfir að þjálfa hinar ýmsu tæknilegu aðgerðir, sem tíðkast í Vestur-Evrópu. Það mundi kosta marga milljarða á ári og er þess virði.