Brauðmolatrúin hefur tröllriðið Vesturlöndum um áratugi og leitt til aukinnar stéttaskiptingar. Brauðmolar hrynja ekki af borðum auðmanna niður til fátækra. Auðugir hirða allan hagvöxtinn og meira til. Þess vegna er þessi trú komin á leiðarenda víðast hvar nema hér á landi. Íslenzk hagfræði fylgir enn þessum trúarbrögðum hagfræðideildar Háskóla Íslands. Þar á ofan er Alþýðusambandið þessarar trúar og tók til skamms tíma þátt í samstarfi um skiptingu molanna. Forseti þess kveinar yfir víxlhækkunum launa og verðs, er orðinn umbi hinna ríkustu. Stjórnarmenn lífeyrissjóða á glapstigum eru mikilvægur þáttur vandans.