Skætingur á þjóðhátíð

Punktar

Landsfaðirinn var í stuði eftir sigurför gegn Írak og notaði þjóðhátíðina til að hreyta skætingi í stjórnarandstæðinga, sem höfðu í kosningabaráttunni amast við gerðum hans á liðnu kjörtímabili. Sagði hann kjósendur hafa veitt þeim þá verðugu ráðningu, að hann er enn við völd eftir kosningar. Nokkuð er til í röksemdinni. Þeir, sem eru óánægðir með stjórnarfarið, verða að kvarta beint við kjósendur.