Gísli Már Gíslason prófessor hefur birt rökstudda skoðun, skýrða með dæmum. Hann fjallaði þar um, að stungið hafi verið undir stól mikilvægum gögnum um áhrif Bitruvirkjunar á umhverfið á Hellisheiði. VSÓ Ráðgjöf hefur svarað þessu með skætingi, án þess að taka efnislega á málinu, án þess að vísa til gagna. Viðbrögð VSÓ eru því miður dæmigerð um viðbrögð við gagnrýni hér á landi. Menn garga bara og segja fólk eiga bara að treysta sér. Því miður er engin ástæða til að treysta ráðgjöfum, sem geta ekki fjallað málefnalega um deilumál. Allt of mikið af umræðu í þjóðfélaginu er af tagi VSÓ Ráðgjafar.