Skaftártunguleið

Frá Höfðabrekku til Hrífuness í Skaftártungu.

Gömul þjóðleið. Ekki er mikið um landslag á leiðinni, bara grár sandurinn, en í fjarlægð sést til fjalla. Ef eitthvað er að veðri, er þetta skyldureið, en ekki sportreið. Í sólskini og hita villa hillingar um fyrir fólki, sem heldur, að styttra sé í áfangastað en raun ber síðan vitni um. Þetta er alvöru eyðimörk.

Byrjum við þjóðveg 1 austan brúar á Múlakvísl austan Höfðabrekku. Frá Múlakvísl fylgjum við slóð norðaustur í átt að austurodda Hafursey og þaðan áfram beina línu norðaustur í Skaftártungu. Við förum yfir Þverkvíslar og Loðinsvíkur að Hólmsá, þar sem við förum yfir á brú við Hrífunes.

27,2 km
Skaftafellssýslur

Skálar:
Hafursey : N63 30.900 W18 44.080.

Nálægir ferlar: Höfðabrekkuheiði.
Nálægar leiðir: Mýrdalssandur, Álftaversleið, Arnarstakksheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins