Skálavíkurheiði

Frá Bolungarvík til Skálavíkur.

Skálavík var mikil verstöð. Um aldamótin 1900 bjuggu þar um 100 manns. En allt er þar nú komið í eyði. Mikil umferð var um heiðina, þegar allt lék í lyndi. Þar eru tvær myndarlegar vörður með trékrossi, Hærri-Kross og Lægri-Kross.

Förum frá Bolungarvík vestur um Hlíðardal og Heiðarskarð í 320 metra hæð, niður Hraunagarð að sjó í Skálavík.

11,7 km
Vestfirðír

Skálar:
Ásgerðarbúð: N66 10.887 W23 28.530.

Nálægar leiðir: Bakkaskarð, Ófæra, Grárófuheiði, Heiðarskarð, Gilsbrekkuheiði, Geirsteinshvilft, Hraunsdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort