Skáldbörn ofsótt

Fjölmiðlun

Börn um allan heim skálda Harry Potter. Vefurinn www.fictionalley.org/ hefur 30.000 sögur úr draumaheimi Hogwarts, þar af nokkur hundruð heil skáldrit. Höfundarnir reyna að lúta lögmálum upprunalegu bókanna. Sögur Rowling eru eins konar stillansar fyrir ótal höfunda, sem flestir eru börn. Warner Bros eignaðist réttinn 2001 og fór að ofsækja börnin. Varð illræmt, börnin tóku til gagnaðgerða og fyrirtækið varð að biðjast afsökunar á fíflaskap. Nú er Warner Bros enn á kreiki, búið að kæra www.hp-lexicon.org/ fyrir að gefa út alfræðirit um flókinn heim Rowling og skáldbarnanna.